
Ræktun
Leggja dalíu-hnýðið í bleyti í volgu vatni í 2 tíma (alls ekki heitu).
Liljulaukar vilja ekki liggja í bleyti og þá má því setja beint í grófa mold.
Hálffylla pott með grófri mold, setja vikur eða sand ofan á moldina og leggja hnýðið eða laukinn í. Fyrir lilju-laukana er gott að hafa nóg af vikri/sandi. Setja mold yfir, ekki þétta ofan á.
Láta pottinn standa á sólríkum stað, á diski og setja vatn á diskinn til að leyfa hnýðinu/laukinum að draga til sín vatnið.
Vökva aðra hverja viku með áburði, en hætta því svo í lok ágúst.
Hægt er að hafa dalíurnar og liljur í potti inni eða úti, eða flytja þær í beð utandyra.
Ef á að flytja blómin út er mikilvægt að seinasta næturfrostið sé búið, það sé farið að hlýna úti og venja þarf plöntuna smám saman við kaldara loft, til að herða hana.
Byrja á að færa pottinn á aðeins kaldari stað í 2-3 daga, samt ekki kaldara en 15°C.
Síðan færa pottinn á enn kaldari stað í aðra 2-3 daga, ekki kaldari en 12°C.
Að lokum er hægt að setja plönturnar út á svalir eða í beð.
Dalíur og liljur þurfa mikla sól og að vera á skjólgóðum stað
Við settum blómin okkar út í júní eftir síðasta frost og þær blómstruðu stöðugt fram á haust.