opnunarviðburður Bleiku slaufunnar Háskólabíói 1.oktober 2024

Bleika slaufan og sparislaufan…

Bleika slaufuan 2024 er hönnuð af Siggu Soffíu / Eldblóm.Hönnuður Bleiku slaufunnar 2024 er Sigga Soffía Sigga Soffía er danshöfundur í grunninn og hannar undir nafninu Eldblóm. Hún er fjölhæfur listamaður og líkt og klifurplantan sem teygir anga sína víða teygir hönnun hennar sig allt frá dansi yfir í vöruhönnun með anga yfir í mat, flugeldasýningar, ljóðlist og nú skartgripi.   Frosið augnablik fangað Slaufan í ár eru þrjú eldblóm sem mynda skínandi blómakrans sem lítur út fyrir að hafa verið dýft ofan í fljótandi málm. Augnablikið þegar blómin springa út er ákveðinn hápunktur en mörgu þarf að huga að til að plantan blómstri. Að jafna sig eftir veikindi er svipað - og því meira sem við hlúum að fólkinu okkar eftir meðferð - því líklegra er að það blómstri aftur. Aðstandendur, ókunnugir sem bjóða góðan daginn, þeir sem að styðja við, peppa og segja þér að gefast ekki upp og trúa á þig hafa meiri áhrif en margan grunar. „ Fegurðin í hversdagsleikanum, fáir vita að flugeldar voru upphaflega hannaðir eftir blómum. Þessi blóm sem prýða slaufuna eru Eldblóm - hægt er að sjá töfra í hversdagsleikanum og hægfara flugeldasýningar í blómabeðunum. Metaláferðin minnir á flugeldana en blómin skjótast upp og springa út: flugeldar springa út á himnum á 4 sek en blómið við jörðina á 4 mánuðum”. „Fyrir mér er slaufan næla sem er hönnuð eins og flugeldasýning þar sem flugeldar eru sprengdir upp í ákveðinni röð til að mynda ákveðna mynd eða blóm sem springa út, í slaufunni frystum við augnablikið, líkt og flugeldasýningu í hápunkti“. Nánari upplýsingar um Bleiku slaufuna má finna á bleikaslaufan.is

Eldblom

Liquid Choreography
Eldblom Elixir the Icelandic spritz

Its finally on the market! First batch of the Icelandic spritz by Icelandic artist Sigga Soffia 20% liquor made to be pored into dry champagne! Sigga Soffia´s exhibition in the Museum of design and applied Art opened at DesignMarch’24 Eldblom how dance became product design.

Eldblóm - Ræktaðu Flugelda

How dance became product design - a choreographed seeding plan…

Eldblóm -from seed to bloom. A slow motion fireworks show of flowers in a “Take away-box”. A box of seeds and tubers from the original flowerinstallation so you can grow your own fireworks show at home.

Gjafabréf Eldblóma

Kabloom! og gjafabréf á upplifun á Héðinn Kitchen Bar eru nú fáanleg á ný.

Má bjóða þér að rækta flugelda, frekar en sprengja þá?

 

já takk! ég vil fá fréttabréf Eldblóma

já takk! ég vil fá fréttabréf Eldblóma

Hönnunarmars 2024 Hönnunarsafni Islands

  • Eldblóma elexír - hinn íslenski spritz

    Drykkur þar sem vín er unnið úr Eldblómunum sjálfum, blómin eymuð í líkjör sem tilvalið er að blanda í kampavín.

    Eldblóma elexír - hinn íslenski spritz!

    Drykkurinn inniheldur fljótandi danssmíðar sem hafa verið dregnar úr blómunum.
    Innihaldsefni líkjörsins eru m.a. blóm úr choreogröphuðu blómabeði, jurtir sem hafa verið vökvaðar af samtímadönsurum. Drykkurinn er settur á flöskur af ballerínum og er því há prósenta af samtímadansi í hverri flösku. Af tilraunum okkar að dæma getum við lofað frumlegum danshreyfingum á þriðja glasi. Eldblóma elexír er unnin í samvinnu við Foss Distillery.

  • Eldblóma ilmurinn Chrysantemum

    Sigga Soffía (Eldblóm) og Lilja Birgisdóttir (Fisher) hafa unnið að tilraunum að ilmi lífrænnar flugeldasýningar. Í samvinnu við Listval kynnum við nú Eldblóma ilminn þar sem dreginn er ilmur úr þeim tegundum blóma sem Eldblóm standa fyrir – blóm sem flugeldar voru upphaflega hannaðir eftir.

    Ilmurinn inniheldur Eldblóm í bland við fjöruga ilmtóna íslenska sumarsins.

  • Ræktaðu flugelda

    Hér getur þú keypt gjafabréf!

    Minni eða stærri útgáfu af blómainnsetningunni Eldblóm og ræktað þína eigin flugeldasýningu frá fræi.


    Verkefnið er árstíðabundið svo einungis er hægt að kaupa gjafakassa með fræjum og hnýðum frá nóv-feb. Við erum að selja 2 stærðir af gjafapökkum sem eru sendir heim í byrjun mars.

Eldblóm - ræktaðu flugelda

Hinn íslenski spritz

gerður úr blómum

sem flugeldar voru

upphaflega

hannaðir

eftir